Daníel og Ásta luku keppni í 15. sæti

trackrod_rally_2007_0422Daníel og Ásta á fullri ferð í Yorkshire. Mynd: ianhardy.net

Daníel og Ásta Sigurðarbörn luku keppni í 15. sæti í Yorkshire rallinu sem fram fór á Englandi í dag. Að loknum sex sérleiðum voru þau búin að vinna sig upp í 10. sæti en á 7. sérleið brotnaði spyrna í bílnum og þau gátu ekki gert við fyrr en í service eftir 8. sérleið. Þau töpuðu því miklum tíma á 7. og 8. sérleið. Auk þess fengu þau 5:50 mínútna refsingu milli sérleiða átta og níu sem felldi þau niður í 20. sæti. Í lokin spýttu þau í lófana og bættu sig mjög á leiðum sem eknar höfðu verið um morguninn. Þau náðu tíunda besta tíma á síðustu sérleiðinni og hífðu sig þar með upp í 15. sætið. Þá urðu þau í 6. sæti í EVO-Challenge keppninni.

Guy Wilks og Phil Pugh fóru með sigur af hólmi, en þeir aka MMC Lancer. Wilks sigraði á átta af ellefu sérleiðum keppninnar.

Hér má skoða gengi þeirra Daníels og Ástu, og sömuleiðis á http://www.rallyyorkshire.co.uk

Sérleiðatímar
1 - Givedale 1 - 13,93 km - 13:39,8 mín. (14. besti og 14. sæti)
2 - Housedale 1 - 8,13 km - 8:35,4 mín. (13. besti og 15. sæti)
3 - Gale Rigg 1 - 7,08 km - 7:16,2 mín. (15. besti og 15. sæti)
4 - Cropton 1 - 9,68 km - 9:29,1 mín. (17. besti og 13. sæti)
5 - Showground - 0,46 km - 0:38,9 mín. (13. besti og 13. sæti)
6 - Langdale - 16,5 km - 14:45,2 mín (13. besti og 10. sæti)
7 - Staindale - 5,47 km - 6:47,2 mín. (28. besti og 15. sæti)
8 - Givendale 2 - 13,93 km - 15:43,8 mín. (24. besti og 17. sæti)
9 - Housedale 2 - 8,13 km - 8:31,0 mín. (11. besti og 20. sæti)
10 - Gale Rigg 2 - 7,08 km - 7:03,4 mín. (11. besti og 18. sæti)
11 - Cropton 2 - 9,68 km - 9:12,3 mín. (10. besti og 15. sæti)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Þau eru að standa sig frábærlega,áfram Daníel og Ásta..

Heimir og Halldór Jónssynir, 6.10.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Mótormynd

Já, GO GO GO!

Mótormynd, 6.10.2007 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband