Ég veit raunar ekki svarið við spurningunni þinni heldur:) Það virðist nást mest grip á flestum köflum mælifellsdals í raka - ekki rigningu. Leirin virðist þurfa að mýkjast aðeins til að dekkin nái ofan í hann - annars rennur maður bara á fína sallanum ofan á leirnum.
Við reyndum tvær mismunandi dekkjagerðir og kom engin haldbær niðurstaða út úr því. Við töldum okkur hafa gert stór mistök með dekkjaval á fyrstu leið með að telja að dalurinn væri blautur - en það fossrigndi á Sauðárkrók. Svo var skraufaþurrt á dalnum - og við á mjúku og opnu mynstri - sem ætti samkvæmt bókinni að vera afleitur kostur. En það kom bara þokkalega út - þó að dekkin hafi klárast hratt þá vorum við með gott grip. Svo skiptum við yfir á harðara og lokaðra mynstur - en þá varð bíllinn lausari á veginum - en vissulega stöðugri enda miklu minni hiti í harðari dekkjum.
Mælifellsdalur er bara algerlega spes - óútreiknanlegur með öllu :)
Athugasemdir
Þetta endalausa ryk var ótrúlegt - og vegurinn svakalega háll fyrir vikið. Ég er enn að moka svörtum kögglum úr nefinu á mér eftir helgina.
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 23.7.2007 kl. 21:44
Hvernig getur vegurinn verið háll þegar hann er svona þurr? Var hann ekki háll/leirkenndur í bleytunni í fyrra? Ég veit ekkert... ;)
Mótormynd, 24.7.2007 kl. 00:12
Sæll.
Ég veit raunar ekki svarið við spurningunni þinni heldur:) Það virðist nást mest grip á flestum köflum mælifellsdals í raka - ekki rigningu. Leirin virðist þurfa að mýkjast aðeins til að dekkin nái ofan í hann - annars rennur maður bara á fína sallanum ofan á leirnum.
Við reyndum tvær mismunandi dekkjagerðir og kom engin haldbær niðurstaða út úr því. Við töldum okkur hafa gert stór mistök með dekkjaval á fyrstu leið með að telja að dalurinn væri blautur - en það fossrigndi á Sauðárkrók. Svo var skraufaþurrt á dalnum - og við á mjúku og opnu mynstri - sem ætti samkvæmt bókinni að vera afleitur kostur. En það kom bara þokkalega út - þó að dekkin hafi klárast hratt þá vorum við með gott grip. Svo skiptum við yfir á harðara og lokaðra mynstur - en þá varð bíllinn lausari á veginum - en vissulega stöðugri enda miklu minni hiti í harðari dekkjum.
Mælifellsdalur er bara algerlega spes - óútreiknanlegur með öllu :)
Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 24.7.2007 kl. 01:34