Mikil keppni um þriðja sætið

Annar leggur Corona Mexico rallsins einkenndist af mikilli keppni um þriðja sætið milli Dani Sordo, Mikko Hirvonen og Chris Atkinson. Atkinson var annar eftir fyrsta keppnisdag en nýji Subaruinn glímdi við túrbínuvandræði og Atkinson lauk deginum í fimmta sæti. Sordo er þriðji, 2,8 sekúndum á undan Hirvonen.
Heimsmeistarinn Sebastian Loeb keyrði af öryggi í dag og hélt fyrsta sætinu. Marcus Grönholm, sem var í 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn fór fyrstur inn á leiðarnar í dag, í hlutverki götusóparans. Þrátt fyrir það vann hann sig upp í 2. sætið og er nú rúmri mínútu á eftir Loeb.
Í síðustu stigasætunum sitja nú Manfred Stohl, Jari-Matti Latvala og Matthew Wilson.
Petter Solberg er féll úr leik í gær með bilaðan bíl en bróðir hans, Henning, er í 9. sæti eftir að hafa velt bíl sínum í dag.
Fjórar síðustu sérleiðir rallsins verða eknar á morgun, sunnudag.


mbl.is Loeb hefur mínútu forskot á Grönholm í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband