13.3.2007 | 13:26
Daníel og Ísak boðin þátttaka í meistarakeppni Mitsubishi
Daníel Sigurðssyni og Ísak Guðjónssyni hefur verið boðin þátttaka í meistarakeppni Mitsubishi, Evo Challenge, í Bretlandi. Þetta er keppni sem samanstendur af átta röllum á árinu, sex malarröllum og tveimur malbiksröllum.
Verðlaunafé er í öllum mótum, til fyrstu fimm áhafnanna. Sú áhöfn sem sigrar heildarkeppnina mun keppa í bresku meistarakeppninni fyrir hönd Mitsubishi, á nýjum bíl með verksmiðjustuðning og fá mjög vegleg peningaverðlaun að auki.
"Það eitt að fá þetta boð er mikil viðurkenning. Í dag eru á þriðja tug áhafna í þessari keppni og allir eru á nýjustu gerð af Mitsubishi," segir Daníel Sigurðsson á bloggsíðu Hipporace. "Þetta þýðir að bíllinn okkar er ekki beint samkeppnishæfur við hina en stefnan er að gera sitt besta. Við höfum ákveðið að taka þátt í næstu tveimur keppnum í mótaröðinni. Það er rallið í Skotlandi eftir tíu daga og svo malbiksrall á eyjunni Mön í byrjun maí.
Nánar um keppnina HÉR
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.