Daníel og Ísak komnir til Jedburgh

sunseeker_rally_2007_0604 Á morgun, laugardag, fer fram önnur umferðin í skosku meistarakeppninni í ralli, Brick & Steel Border Counties rallið 2007. Meðal keppenda eru Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson en þeir eru nú komnir til Jedburgh, sem er lítill bær um 80 km sunnan við Edinborg. Miðstöð rallsins er í þessum rúmlega 4000 manna bæ en rallið er ekið í skógunum í kringum Jedburgh á landsvæði sem kallast Scottish Borders.
"Það er alveg pottþétt að við ætlum að gefa allt í þetta rall. Með góðum árangri í þessu ralli ætti að opnast leið til að klára tímabilið í Bretlandi," segir Daníel. "Við erum búnir að skoða leiðirnar á video og þýða nóturnar yfir á íslensku. Þetta lítur eiginlega frekar "scary" út. Vegirnir eru mjóir og bannað að kíkja útaf eða gera mistök. Vegurinn liggur uppi á öxl og eru margir margir metrar niður beggja vegna vegarins og skógur til beggja handa."
Þeir félagar eru með rásnúmer 38. Fyrsti bíll verður ræstur af stað kl. 8:31 að staðartíma í fyrramálið. Átta sérleiðir verða eknar og er sú lengsta 20 km löng. Rallinu lýkur um kl. 15:00. Undanfarna daga hefur snjóað á svæðinu og segja heimamenn aðstæðurnar svipaðar og í fyrra en þá féll u.þ.b. helmingur keppenda úr leik. Alls eru 132 áhafnir skráðar til leiks.
Mótormynd mun fylgjast með stöðu mála á morgun og uppfæra stöðuna eftir fremsta megni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband