23.3.2007 | 14:28
Daníel og Ísak komnir til Jedburgh

"Það er alveg pottþétt að við ætlum að gefa allt í þetta rall. Með góðum árangri í þessu ralli ætti að opnast leið til að klára tímabilið í Bretlandi," segir Daníel. "Við erum búnir að skoða leiðirnar á video og þýða nóturnar yfir á íslensku. Þetta lítur eiginlega frekar "scary" út. Vegirnir eru mjóir og bannað að kíkja útaf eða gera mistök. Vegurinn liggur uppi á öxl og eru margir margir metrar niður beggja vegna vegarins og skógur til beggja handa."
Þeir félagar eru með rásnúmer 38. Fyrsti bíll verður ræstur af stað kl. 8:31 að staðartíma í fyrramálið. Átta sérleiðir verða eknar og er sú lengsta 20 km löng. Rallinu lýkur um kl. 15:00. Undanfarna daga hefur snjóað á svæðinu og segja heimamenn aðstæðurnar svipaðar og í fyrra en þá féll u.þ.b. helmingur keppenda úr leik. Alls eru 132 áhafnir skráðar til leiks.
Mótormynd mun fylgjast með stöðu mála á morgun og uppfæra stöðuna eftir fremsta megni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.