
Ástralski leikarinn Eric Bana, sem þekktastur er fyrir að leika græna risann Hulk, slapp ómeiddur eftir óhapp í rallkeppni í heimalandi sínu á dögunum. Bana var að keppa í Targa Tasmania rallinu á uppgerðum Ford Falcon árgerð 1973. Hann fór útaf í þröngri vinstri beygju og lenti á tré. "Þetta var frábær dagur fyrir okkur þangað til við lentum í þessu óhappi," segir Bana. "Ég misreiknaði þrönga vinstri beygju og fór einfaldlega of hratt. Ég missti bílinn útaf og inn í trén. Bíllinn er dálítið lemstraður eftir þetta og það er synd og skömm. Það var búið að leggja margar vinnustundir í að gera hann upp en þetta er eitthvað sem getur alltaf gerst í mótorsporti," sagði Bana eftir keppnina.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.