Fyrsta ralli ársins lokið

joiv_spr07
Keppnin í dag er vísir að frábæru keppnistímabili. Bílaflotinn er nú þannig að aldrei hafa jafn margar áhafnir verið líklegar til árangurs. Menn þurfa þó greinilega að spýta í lófana ætli menn sér að narta í afturdekkin á Danna.
Myndasería frá rallinu er væntanleg inn á síðuna en mynd dagsins á Jói V og fær hann tvímælalaust tilþrifaverðlaun Mótormyndar fyrir þessa keppni. Fylgist með!

Lokastaðan í 1. umferð Pirelli mótaraðarinnar
1 - 28:20 mín. - Daníel Sigurðsson/Ásta Sigurðardóttir (N) MMC Lancer Evo 6
2 - 30:14 mín. - Óskar Sólmundarson/Valtýr Kristjánsson (N) Subaru Impreza WRX
3 - 30:24 mín. - Jón Bjarni Hrólfsson/Borgar Ólafsson (N) Subaru Impreza STI
4 - 30:57 mín. - Valdimar J. Sveinsson/Ingi Már Jónsson (N) Subaru Impreza GT
5 - 31:14 mín. - Jóhannes V. Gunnarsson/Eggert (N) MMC Lancer Evo 5
6 - 32:17 mín. - Sigurður Ó. Gunnarsson/Elsa Sigurðardóttir (N) Toyota Celica GT4
7 - 33:28 mín. - Pétur S. Pétursson/Heimir S. Jónsson (Max 1) Toyota Corolla
8 - 33:53 mín. - Þorsteinn Mckinstry/Þórður A. Mckinstry (J12) Tomcat
mbl.is Systkinasigur í fyrsta ralli ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Sæll.

Mikið er ég sammála - þetta verður skemmtilegt tímabil.

Hvar varstu með þessa límmiða þína sem á að klístra á bílana ? Eða komust við systkynin ekki í flokk vel valdra áhafna hjá þér ? ;)

Kveðja / Keiko

ps. hlökkum til að sjá myndir

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 6.5.2007 kl. 14:16

2 Smámynd: Mótormynd

Heyrðu, miðarnir voru ekki tilbúnir. Klárast fyrir næsta mót. Hvernig er það annars... getur verið að enginn ætli að auglýsa á bílnum hjá sjálfum Íslandsmeisturunum? Það var annar hver bíll berstrípaður...

Myndir á leiðinni...

Mótormynd, 6.5.2007 kl. 16:28

3 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Sæll félagi.

 Ja - það er nú þannig að við höfum eitthvað farið um leitað að stórum og traustum bakhjarli fyrir sumarið og er sú vinna enþá í fullum gangi. Ljóst er að við munum ekki klára íslandsmótið með yfirdráttarheimildina sem borgunarmann.

 Reyndar er gaman að segja frá því að t.d OLÍS sá ekki ástæðu til að sitja með okkur fund til að ræða samstarf í sumar - einmitt það fyrirtæki sem ég persónulega tel hafa fengið langmesta auglýsingu síðastliðin 20ár fyrir stuðning við rallý. Enþá má sjá bensíndælur og bíla frá Olís merkta með myndum af Rúnari Jónssyni. Manni hefði nú þótt eðlilegra að markaðstjóri Olís myndi segja okkur hvað auglýsing á toppbíl í rallý er góð og ódýr leið til að auglýsa í sjónvarpi og styðja við bakið á íþróttafólki í toppklassa  - en ekki öfugt. Ég kíkti í gamni á heimasíðu þeirra núna og áttaði mig strax á áhugaleysi þeirra þegar ég sá þetta : http://olis.is/main/view.jsp?branch=175317

Kveðja / Keiko

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 6.5.2007 kl. 19:59

4 Smámynd: Mótormynd

Ég verð nú að segja að ég er hissa á því að menn sjái ekki sóknarfæri í því að auglýsa á meistarabílnum. Hefði frekar haldið að menn, t.d. í olíugeiranum myndu slást um að auglýsa hjá ykkur.

En þessi Olíssíða er auðvitað algjör snilld. Þeir fylgjast greinilega vel með því sem er í gangi.

Mótormynd, 6.5.2007 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband