27.5.2007 | 23:32
Ísak keppti í sínu 70. ralli
2. umferð Íslandsmótsins í rallakstri fór fram um síðustu helgi. Daníel og Ásta sigruðu í keppninni og næstir þeim komu Sigurður Bragi og Ísak. Keppnin á laugardag var áfangi á ferli Ísaks því hann var að keppa í sinni 70. keppni. Af þessum sjötíu röllum sem hann hefur startað hefur hann náð að klára 55 röll.
Ísak er þrefaldur Íslandsmeistari. Árið 1996 sigraði hann í Norðdekkflokki ásamt Hirti P. Jónssyni. Þeir urðu Íslandsmeistarar í eindrifsflokki 1997 og árið 2005 var Ísak Íslandsmeistari yfir heildina ásamt Sigurði Braga Guðmundssyni.
Úrslitin úr rallinu eru á excelskjali hér að neðan og til valstikunni til vinstri má sjá stöðuna á Íslandsmeistaramótinu.
Daníel og Ásta sigruðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:
Athugasemdir
Glæsilegt til hamingju með þennan áfanga Ísak,70 röll ekki slæmt.
ég hélt að ég væri búin að keppa í mörgum íslandsmótum (33) og er nú bara sáttur með það.En til hamingju Aftur kall....
Kv.
Dóri
Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 29.5.2007 kl. 00:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.