10.6.2007 | 21:31
Þriðji sigur Daníels og Ástu
Daníel og Ásta eru komin með ágætt forskot á Íslandsmótinu í rallakstri eftir þriðja sigur ársins. Þau sigruðu örugglega í Reykjanesrallinu um helgina, rúmum tveimur mínútum á undan Sigurði Braga og Ísak. Þriðju, í sinni fyrstu keppni á nýjum bíl, voru Eyjólfur og Halldór. Þeir högnuðust á óförum annarra keppenda en bæði Jón Bjarni og Borgar og Jóhannes og Eggert féllu úr leik.
Myndir frá fyrsta degi rallsins eru HÉR!
Lokastaðan í 3. umferð Pirelli mótaraðarinnar
1 - 56:36 mín. - Daníel Sigurðsson/Ásta Sigurðardóttir (N) Lancer Evo 6
2 - 58:41 mín. - Sigurður B. Guðmundsson/Ísak Guðjónsson (N) Lancer Evo 7
3 - 1:00:48 klst. - Eyjólfur Jóhannsson/Halldór G. Jónsson (N) Subaru Impreza STI
4 - 1:03:27 klst. - Óskar Sólmundarson/Valtýr Kristjánsson (N) Subaru Impreza
5 - 1:03:31 klst. - Sigurður Gunnarsson/Elsa Sigurðardóttir (N) Toyota Celica GT4
6 - 1:06:18 klst. - Pétur S Pétursson/Heimir S Jónsson (Max 1) Toyota Corolla
7 - 1:06:36 klst. - Guðmundur O. Mckinstry/Hörður Darri McKinstry (J12) Tomcat
8 - 1:09:48 klst. - Jón Þór Jónsson/Stefnir Örn Sigmarsson (2000) Ford Focus
Athugasemdir
Flottar myndir,og innilega til hamingju með sigurinn Danni og Ásta...
Kveðja,Dóri
Halldór Gunnar Jónsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:34
Takk fyrir það, Dóri! Til hamingju þið sjálfir, virkilega gott að klára fyrstu keppni á verðlaunapalli. Til hamingju líka Danni og Ásta. Kláruðuð gott rall þó að þið ættuð erfitt uppdráttar á föstudeginum...
Takk fyrir að kommenta á myndirnar Dóri. Það væri gaman ef fleiri tækju þátt í því...
Mótormynd, 11.6.2007 kl. 01:20
Tek undir það með Dóra að þetta eru virkilega flottar myndir hjá þér eins og alltaf. Sjáumst á Króknum og þú manst Gummi þú átt inni grillveislu hjá okkur þar.
Kv Boggi
Boggi (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 00:01
Alveg rétt... ætli ég reyni ekki að taka ykkur á orðinu með grillveisluna á næsta Krók...!!! Subaruinn verður vonandi kominn í samt lag og allt staðið í botn...
Mótormynd, 13.6.2007 kl. 01:24
Takk fyrir myndirnar nafni, skemmtilegt að renna í gegnum albúmin hjá þér sem stækka og verða bara feitari og feitari...TAKK
Guðmundur Orri McKinstry (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 22:30
Já, ég er reyndar að verða feitari líka, en það er önnur saga...
Mótormynd, 13.6.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.