Skagafjarðarrallið 2007

Skv. dagatali á Skagafjarðarrallið að fara fram um næstu helgi. Þar sem lia.is er horfinn af yfirborði jarðar þá veit maður bara ekkert hvað er í gangi með næsta rall. Endilega kommentiði hér fyrir neðan ef þið hafið einhverjar upplýsingar...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Hæ. Rallið verður haldið á tilsettum degi og stað.

 Ég hef ekki heyrt af neinum sem ætlar ekki að mæta þannig að vonandi verður hörkukeppni.

 Kveðja / Danni

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 14.7.2007 kl. 09:05

2 Smámynd: Heimir og Halldór Jónssynir

Ég bara spyr hvenær kemur dagskrá fyrir þetta rallý?.

Kveðja,Dóri

Heimir og Halldór Jónssynir, 14.7.2007 kl. 21:09

3 Smámynd: Mótormynd

Já, ef tímamaster er tilbúinn endilega sendið mér hann

sandvik@internet.is

Það væri gott að vita þetta alltsaman tímanlega svo að maður hafi möguleika á að komast norður.

En hvernig er það, Danni, stangaðist þetta ekki á við einhverja keppni hjá ykkur úti?

Mótormynd, 14.7.2007 kl. 21:39

4 Smámynd: Þórður Bragason

Þetta verður örugglega á sínum stað, við bara reiknum með því.  Það væri þó óneitanlega gott að vita hvort rallið byrji á sama tíma og í fyrra svo maður geti skoðað um morguninn.  Danni ertu búinn að selja sjöuna?

Kveðja,

Doddi 

Þórður Bragason, 15.7.2007 kl. 20:19

5 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Sælir strákar!

Sjöan er ekki seld - því miður. Það er gúrkutíð í sölumálum núna yfir hásumarið í evrópu og því lítið að gerast. Ég fékk 25000 punda tilboð í bílinn án varahluta og fannst mér það rýrt og bauð á móti en án árangurs.

Þessi bíll er 100% - þ.e það er nýr mótor í honum, Öhlins fjöðrun af bestu gerð, ný uppfærsla á tölvunum bæði fyrir drifin og mótorinn, ný kúppling, nýyfirfarin drif og gírkassi, allir öryggishlutar í dagsetningu og raunar allt sem maður gæti óskað sér í alvöru N-group bíl. Ég er búinn að eyða samtals um 10000 pundum í hreinar endurbætur við bílinn síðan ég keypti hann til að gera hann enn betri.

Alveg á hreinu að þessi bíll er svo mikið mikið betur búinn en sexan mín og miklu fljótari, sérstaklega á hröðum leiðum. Það er bara rugl hvað hann liggur á vegi - það tók okkur amk ansi mörg óshitt móment að komast að því að þetta voru ekki óshitt móment - bíllinn bara gat þetta án þess að svitna.

Ef einhver með smá púng hyggur á að keppa á toppnum í íslensku rallý - þá er þetta pottþétt lang mesta "money value" sem hægt er að fá í dag. m.v 30.000 pund væri hann að kosta 3,6 + vsk hingað kominn - og það með öllum felgum og varahlutum.

Það væri svakalega gaman að fá þennan bíl hingað heim til keppni. Það hefur komið til tals að keyra hann alþjóðarallið í ágúst ef nían nær ekki heim - en það kemur í ljós.

En jú - ég er grenjandi yfir að vera ekki í wales núna að undirbúa mig fyrir swansea bay rallið sem er sama dag og krókurinn. Við ákváðum að reyna að ná í fleirri stig á íslandsmótinu og tryggja okkur í sessi á toppnum - þannig að við mætum endalaust vel undirbúinn með sexuna í betra formi en nokkru sinni áður - ef fína dótið verður komið frá útlandinu.

Sjáumst hressir fyrir norðan - og ekki gleyma stroh og skeiðum.

DS

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 16.7.2007 kl. 01:05

6 identicon

Góðan daginn.

Var að heyra í Baldri fyrir norðan og um leið og upplýsingar berast verða þær settar á netið. T.d hér eða á bikr.is

Meir veit ég ekki enn.

 MfG: Jói V

Jóhannes V Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 12:24

7 Smámynd: Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson

Var að setja inn á síðuna okkar eitthvað um rallið.

Kveðja

Akstursíþróttakappinn Daníel Sigurðarson, 16.7.2007 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband