Leiðalýsing Skagafjarðarralli Shellsport

bilaklubburskagafjardarKeppnin er ræst frá Shell stöðinni Shellsport á Sauðárkróki, ekið suður Skagfirðingabraut og sem leið liggur út úr bænum og beygt til hægri (suðurs) inn á veg nr. 75 til Varmahlíðar áfram til suðurs gegnum Varmahlíð. Beygt til vinstri inn á veg 752 Mælifell ekið áfram til suðurs u.þ.b. 11 km þar sem beygt er til hægri inn á veg 751 Efribyggð. Beygt til vinstri inn á brú (Mælifellshnjúkur, Hveravellir 35) eftir u.þ.b. 1,7 km og þaðan ekið að upphafi sérleiðar u.þ.b 4,7 km frá brúnni. Sérleiðin um Mælifellsdal er 25 km og verður ekin tvisvar fram og til baka 4 sérleiðarhlutar, samtals 100 km.

Merkt hefur verið með rauðum lit á steina við upphaf og enda sérleiðar. Að loknum akstri um sérleiðir á Mælifellsdal er ekið til baka til Sauðárkróks og ekin sérleiðin Nafir sem verður kynnt nánar föstudagskvöldið 20. júlí eftir fund með keppendum.

Sauðárkróki 12. júlí 2007 BH


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband