20.7.2007 | 11:31
Jóhannes og Linda fara ekki norður
Jóhannes V. Gunnarsson og Linda Karlsdóttir munu ekki keppa í Shellsport Skagafjarðarrallinu sem hefst á morgun. Ákveðið var að Linda tæki aftur sæti sitt í Lancernum út árið en Eggert Magnússon sem hefur leyst hana af í ár er fjarverandi. Linda varð hins vegar fyrir slysi á heimili sínu í fyrrakvöld, hlaut heilahristing og slæmt mar, og er ekki búin að jafna sig.
Slysin gera ekki boð á undan sér. Linda féll ofan af stól sem var uppi á lágum palli og lenti illa. Það fór þó betur en á horfðist og er hún óbrotin en illa marin, sagði Jóhannes í samtali við Mótormynd.
Við vorum búin að finna út úr vandamálinu með hegðun bílsins og það er slæmt að missa af æfingunni við að aka þetta rall en við mætum hress í Rally Reykjavík og verðum þá vonandi búin að endurbæta EVO enn frekar, sagði Jóhannes.
Mótormynd sendir Lindu bestu batakveðjur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.