Alþjóðarallið: 1. leggur


Fyrsti keppnisdagur 28. alþjóðlega rallsins á Íslandi, Rally Reykjavík, var í dag. Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson eru fyrstir að loknum fjórum sérleiðum. Þeir hafa 20 sekúndna forskot á Sigurð Braga Guðmundsson og Ísak Guðjónsson sem aka Lancer Evo 7. Þar á eftir koma Óskar Sólmundsson og Valtýr Kristjánsson.
Íslandsmeistararnir Daníel og Ásta Sigurðardóttir höfðu forystu í rallinu þegar Daníel ók útaf á 4. sérleið og tapaði tæpum tveimur mínútum. Þau eru nú í 5. sæti.
Rallið heldur áfram á morgun en þá verða eknar leiðir á Suðurlandi og deginum lýkur með tveimur innanbæjarsérleiðum í Gufunesi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Josiha

Töff myndir. Mynd nr. 4 er geðveik!

Josiha, 17.8.2007 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband