17.8.2007 | 17:27
Alþjóðarallið: Sekúnduslagur á toppnum
Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson hafa tekið forystu í alþjóðarallinu, Rally Reykjavík, þegar tólf sérleiðum er lokið. Þeir hafa 16 sekúndna forskot á Jón Bjarna Hrólfsson og Borgar Ólafsson. Þar á eftir koma Íslandsmeistararnir Daníel og Ásta Sigurðarbörn en þau eru 23 sekúndum á eftir fyrsta bíl.
Hilmar B. Þráinsson og Vignir Vignisson hafa örugga forystu í jeppaflokki og Pétur Pétursson og Heimir Jónsson hafa sömuleiðis gott forskot í Max1 og 2000 flokknum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.