Rallað milli vatna

Eftir magnaða vinnu hefur keppnisstjórn tekist að koma saman ralli á 18 klukkutímum. Ekið verður um Kleifarvatn og Djúpavatn og hefst keppnin eftir hádegi á morgun. Þeir sem hafa hug á leiðaskoðun eru beðnir að athuga að vegurinn á Djúpavatni er mikið skemmdur á einum stað, ca. 1,5 km eftir Djúpavatnið, en það verður ekki lagað fyrr en í kvöld. Vegurinn getur einnig verið varasamur fyrir fólksbíla.

SÉRLEIÐIR Í HAUSTRALLI
SS 1 - 13:03 Kleifarvatn að Krísuvík
SS 2 - 13:36 Djúpavatn
SS 3 - 14:19 Kleifarvatn að Krísuvík
SS 4 - 14:52 Djúpavatn
SS 5 - 16:33 Djúpavatn
SS 6 - 17:34 Kleifarvatn frá Krísuvík
SS 7 - 17:57 Djúpavatn
SS 8 - 18:58 Kleifarvatn frá Krísuvík

Alls eru þetta 115, 6 km á sérleiðum. Vegunum verður báðum lokað kl. 12:00 og opnaðir kl. 20:00. Áhorfendur eru beðnir um að taka tillit til þessa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband