Daníel og Ásta keppa í Jórvíkurskíri

sigurdsson05Íslandsmeistararnir í rallakstri, Daníel og Ásta Sigurðarbörn, keppa í dag í Rally Yorkshire í Jórvíkurskíri á Englandi. Eknir verða 165 km á einum degi en keppnin er sjöunda og næstsíðasta umferðin í bresku EVO-Challenge keppninni.

"Þetta rallý er geysilega langt og strangt fyrir áhafnir og bíla," segir Daníel. "Leiðirnar eru ofboðslega hraðar en fyrsta og síðasta markmið okkar er að klára og ná okkur í myndefni og reynslu fyrir næsta ár. Þá er stefnan sett á að keppa allt tímabilið úti og vera í toppbaráttunni."

Þess má geta að Ásta heldur upp á 18 ára afmælið sitt í dag og óskar Mótormynd henni til hamingju með daginn.

Fylgjast má með gangi mála í rallinu á http://www.rallyyorkshire.co.uk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband