19.10.2007 | 23:22
Daníel og Ásta í Bolabítsrallinu
Bulldog rallið fer fram í Wales á morgun en meðal keppenda eru Daníel og Ásta Sigurðarbörn. Daníel er að keppa á Bretlandi í fimmta skipti á árinu en Ásta í þriðja sinn. Þetta er ein vinsælasta keppnin á breska rallydagatalinu og þrátt fyrir að úrslitin séu ráðin í flestum flokkum sem keppt er í þá er þátttakan góð og keppendur bíða í ofvæni, líkt og íbúar smáþorpsins Oswestry, þaðan sem rallið er ekið.
Eknar verða sex sérleiðir í nágrenni Oswestry. Keppni hefst kl. 8:03 að íslenskum tíma og fyrsti bíll er ræstur inn á síðustu sérleið kl. 14:42.
Hægt er að fylgjast með sérleiðatímum hér.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.