20.10.2007 | 21:00
Bara aulaskapur í mér
"Já, það var leiðinlegt að valda öllum vonbrigðum í dag. Ég veit að það er fylgst vel með okkur heima og það er okkur ómetanlegt," sagði Daníel þegar Mótormynd náði í skottið á honum eftir rallið í dag. "Þessi útafakstur var bara aulaskapur í mér. Ég vanmat vinstri U beygju, bíllinn tekur ekki á afturhjólunum ef framhjólin spóla og þess vegna gátum við ekki bakkað. Við fórum kannski einn meter útaf með framhjólin, í fyrsta gír," segir Daníel en bætir við; "maður lærir svo lengi sem maður lifir."
[Myndina tók Gerða hipporace.blog.is]
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.