Daníel og Ísak í Ofveðursrallinu

South_of_England_Tempest_Rally_101107_AE_9197Eitthvað smá tjón í gangi Daníel og Ísak á fullri ferð í Tempest Rally

Félagarnir Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson keppa í dag í Tempest rallinu í Aldershot á Englandi. Fyrstu sérleið er nú lokið og byrjaði dagurinn ekki vel. Eftir 1 km losnuðu vatnskassafestingar eftir harkalega lendingu. Þeir voru því í síðasta sæti að lokinni fyrstu sérleið, tæpum sex mínútum á eftir fyrsta bíl. Service var að lokinni 2. leið og því þurftu þeir að lulla hana, en tóku þó framúr tveimur Land Rover bifreiðum.
Eftir að hafa komið bifreiðinni í samt lag hafa þeir tekið vel á því og verið með 6.-10. besta tíma á sérleiðum. Það er því ljóst að tíminn sem tapaðist á fyrstu sérleiðum dagsins var mjög dýrmætur - annars væru þeir í toppbaráttunni. Reyndar hefur það lítið að segja í heildina séð þar sem þeir eru dæmdir úr keppni fyrir að fá maxtíma á 1. sérleið. Þeir fá hins vegar að keyra allt rallið og er það gott innlegg í reynslubankann. 

Sérleiðatímar
1 - Ash 1 - 12:00 mín. (Maxtími) - (44. besti, 44. sæti)
2 - Longmoor 1 - 7:37 mín. - (17. besti, 41. sæti)
3 - Rushmoor 1 - 2:35 mín. - (24. besti, 39. sæti)
4 - Yateley 1 - 3:26 mín. - (6. besti, 30. sæti)
5 - Warren 1 - 5:54 mín. - (7. besti, 26. sæti)
6 - Ash 2 - 6:33 mín. (10. besti, 24. sæti)
7 - Longmoor 2 - 7:12 mín. (7. besti, 24. sæti)
8 - Rushmoor 2 - 2:20 mín. (6. besti, 23. sæti) + 1:00 mín í refsingu. 
9 - Yateley 2 - 3:31 mín. (9. besti)
10 - Warren 2 - 6:13 mín. (10. besti)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband