Færsluflokkur: Íþróttir
4.10.2007 | 22:35
Úrslitin í haustrallinu
Lokastaðan í lokaumferð Pirelli mótaraðarinnar:
1 - 56:53 mín. - Óskar Sólmundarson/Valtýr Kristjánsson (N) Subaru Impreza WRX
2 - 57:54 mín. - Jón Bjarni Hrólfsson/Borgar Ólafsson (N) Subaru Impreza WRX
3 - 1:00:20 klst. - Eyjólfur Jóhannsson/Halldór G. Jónsson (N) Subaru Impreza STI
4 - 1:01:13 klst. - Hilmar B. Þráinsson/Stefán Þór Jónsson (J12) Grand Cherokee
5 - 1:01:36 klst. - Valdimar J. Sveinsson/Ingi M. Jónsson (N) Subaru Impreza
6 - 1:05:00 klst. - Pétur S. Pétursson/Heimir S. Jónsson (Max1) Toyota Corolla
7 - 1:06:12 klst. - Sigmundur Guðnason/Jón A. Sigmundsson (J12) Jeep Cherokee
8 - 1:06:42 klst. - Guðmundur S. Sigurðsson/Ingimar Loftsson (J12) MMC Pajero
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2007 | 00:15
Nýir sigurvegarar
Óskar Sólmundsson og Valtýr Kristjánsson sigruðu í 1000 vatna rallinu, lokaumferð Íslandsmótsins í rallakstri sem fram fór á Kleifarvatni og Djúpavatni i dag. Þetta er fyrsti sigur þeirra félaga í Íslandsmótinu. Myndir og úrslit eru væntanleg hér á síðunni um leið og þau berast. |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 14:24
Rallað milli vatna
SÉRLEIÐIR Í HAUSTRALLI
SS 1 - 13:03 Kleifarvatn að Krísuvík
SS 2 - 13:36 Djúpavatn
SS 3 - 14:19 Kleifarvatn að Krísuvík
SS 4 - 14:52 Djúpavatn
SS 5 - 16:33 Djúpavatn
SS 6 - 17:34 Kleifarvatn frá Krísuvík
SS 7 - 17:57 Djúpavatn
SS 8 - 18:58 Kleifarvatn frá Krísuvík
Alls eru þetta 115, 6 km á sérleiðum. Vegunum verður báðum lokað kl. 12:00 og opnaðir kl. 20:00. Áhorfendur eru beðnir um að taka tillit til þessa.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 14:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2007 | 00:16
Snæfellsnesrallinu frestað
Lokaumferð Íslandsmótsins í rallakstri, Snæfellsnesrallinu, hefur verið frestað sökum ófærðar. Skörð hafa myndast í vegi og aurbleyta hefur verið með mesta móti síðustu daga. Að sögn Árna Jónssonar, stjórnarmanns í BÍKR, sátu bílar fastir þegar keppendur fóru í leiðarskoðun í gær. Árni segir að verið sé að athuga með að halda rall á Suðurnesjunum. Nánari upplýsingar verða settar hér inn á síðuna um leið og þær berast.
Alls voru 24. áhafnir skráðar til leiks og hafði þessi rásröð verið gefin út:
1 (#2) Jón Bjarni Hrólfsson/Borgar Ólafsson - Subaru Impreza STI (N)
2 (#19) Óskar Sólmundarson/Valtýr Kristjánsson - Subaru Impreza WRX (N)
3 (#6) Jóhannes V. Gunnarsson/Linda Karlsdóttir - Mitsubishi Evo 5 (N)
4 (#7) Eyjólfur D. Jóhannsson/Halldór G. Jónsson - Subaru Impreza WRX (N)
5 (#20) Valdimar J. Sveinsson/Ingi M. Jónsson - Subaru Impreza (N)
6 (#9) Pétur S. Pétursson/Heimir S. Jónsson - Toyota Corolla (Max1)
7 (#27) Henning Ólafsson/Anna Birna Björnsdóttir - Toyota Corolla (Max1)
8 (#30) Gunnar F. Hafsteinsson/Jóhann H. Hafsteinsson - Suzuki Swift (Max1)
9 (#??) Halldóra Ólafsdóttir/Stefanía Gunnarsdóttir - Subaru Impreza (N)
10 (#29) Gunnar Pétursson/Elvar Jónsson - Ford Focus (2000)
11 (#42) Guðmundur Arnarson/Reimar Sveinbjörnsson - Renault Clio (2000)
12 (#25) Þorgerður Gunnarsdóttir/Díana Sigurðardóttir - Nissan Sunny (2000)
13 (#43) Gunnlaugur Ólafsson/Ásgeir Ingvi Elvarsson- Toyota (2000)
14 (#24) Jóhann Á. Lúðvíksson/Ragnar Egilsson - Toyota Corolla (Max1)
15 (#35) Sigurður R. Rúnarsson/Arena Steinarsdóttir - Toyota Corolla (Max1)
16 (#12) Hilmar B. Þráinsson/Stefán Þ. Jónsson - Grand Cherokee Orvis (J12)
17 (#14) Guðmundur O. McKinstry/Hörður Darri McKinstry - Tomcat (J12)
18 (#11) Þorsteinn McKinstry/Þórður A. McKinstry - Tomcat (J12)
19 (#??) Pétur Ástvaldsson/Steinar - Jeep Cherokee (J12)
20 (#16) Guðmundur Sigurðsson/Ingimar Loftsson - MMC Pajero Dakar (J12)
21 (#46) Steinar Valur Ægisson/Ásta Sigurðardóttir - Tomcat (J12)
22 (#22) Sigmundur Guðnason/Jón Sigmundsson - Jeep Cherokee (J12)
23 (#26) Örn Dali Ingólfsson/Óskar Jón Hreinsson - Trabant 601 (Max1)
Eins og sjá má vantar töluvert af upplýsingum inn á þennan lista. Endilega gefið ítarlegri upplýsingar í kommentum.
Íþróttir | Breytt 1.10.2007 kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2007 | 01:27
Hörmulegar fréttir
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.8.2007 | 02:35
Myndir frá Alþjóðarallinu
Myndir frá fyrsta og öðrum keppnisdegi HÉR
Íþróttir | Breytt 5.9.2007 kl. 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2007 | 00:22
Systkinin sigruðu og tryggðu sér titilinn
Einni skemmtilegustu rallkeppni síðustu ára lauk á laugardag með sigri Daníels og Ástu. Þar með tryggðu þau sér Íslandsmeistaratitilinn. Jón Bjarni og Borgar urðu í 2. sæti og Fylkir og Elvar náðu sínum besta árangri hingað til, í 3. sæti, eftir afföll annarra keppenda.
Pétur og Heimir tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í Max1 og 2000 flokki og Hilmar og Vignir léku sama leik í jeppaflokki.
Myndir og nánari úrslit væntanleg.
Íþróttir | Breytt 26.8.2007 kl. 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 23:55
3. leggur: Siggi Bragi og Ísak á toppnum
Að loknum þriðja legg Alþjóðarallsins eru Sigurður Bragi og Ísak enn í forystu. Þeir hafa 48 sekúndna forskot á Jón Bjarna og Borgar. Rétt á eftir þeim koma Daníel og Ásta. Þau voru komin upp í 2. sæti en fengu á sig tímavíti og féllu niður í þriðja. Þessir þrír bílar eru með töluvert forskot á næstu menn en það eru Eyjólfur og Halldór sem hafa ekið grimmt í dag. Þeir eru komnir upp í 4. sæti og hafa unnið sig upp um sextán sæti í dag.
Hilmar og Vignir hafa örugga forystu í jeppaflokknum og Pétur og Heimir eru langfyrstir í Max1 og 2000 flokki.
Íþróttir | Breytt 26.8.2007 kl. 12:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 17:27
Alþjóðarallið: Sekúnduslagur á toppnum
Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson hafa tekið forystu í alþjóðarallinu, Rally Reykjavík, þegar tólf sérleiðum er lokið. Þeir hafa 16 sekúndna forskot á Jón Bjarna Hrólfsson og Borgar Ólafsson. Þar á eftir koma Íslandsmeistararnir Daníel og Ásta Sigurðarbörn en þau eru 23 sekúndum á eftir fyrsta bíl.
Hilmar B. Þráinsson og Vignir Vignisson hafa örugga forystu í jeppaflokki og Pétur Pétursson og Heimir Jónsson hafa sömuleiðis gott forskot í Max1 og 2000 flokknum.
Íþróttir | Breytt 26.8.2007 kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.8.2007 | 23:32
Alþjóðarallið: 1. leggur
Fyrsti keppnisdagur 28. alþjóðlega rallsins á Íslandi, Rally Reykjavík, var í dag. Jón Bjarni Hrólfsson og Borgar Ólafsson eru fyrstir að loknum fjórum sérleiðum. Þeir hafa 20 sekúndna forskot á Sigurð Braga Guðmundsson og Ísak Guðjónsson sem aka Lancer Evo 7. Þar á eftir koma Óskar Sólmundsson og Valtýr Kristjánsson.
Íslandsmeistararnir Daníel og Ásta Sigurðardóttir höfðu forystu í rallinu þegar Daníel ók útaf á 4. sérleið og tapaði tæpum tveimur mínútum. Þau eru nú í 5. sæti.
Rallið heldur áfram á morgun en þá verða eknar leiðir á Suðurlandi og deginum lýkur með tveimur innanbæjarsérleiðum í Gufunesi.
Íþróttir | Breytt 26.8.2007 kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)