Færsluflokkur: Íþróttir

Rásröðin í Alþjóðarallinu

Rally Reykjavik

28. alþjóðarallið hefst við Perluna kl. 17:00 í dag. Í dag verða eknar fjórar sérleiðir, um Djúpavatn, Kleifarvatn og Gufunes. 26 áhafnir eru skráðar til leiks. Sex konur taka þátt í rallinu og er mér það til efs að þær hafi nokkurn tíman verið fleiri í rallkeppni á Íslandi. Aðeins ein erlend áhöfn tekur þátt í rallinu en það eru hjónin Ian og Frances Sykes en þau hafa keppt hér á hverju ári síðan árið 2001.

1 (#1) Daníel Sigurðsson/Ásta Sigurðardóttir - MMC Lancer Evo 6 (N)
2 (#3) Sigurður B. Guðmundsson/Ísak Guðjónsson - MMC Lancer Evo 7 (N)
3 (#2) Jón Bjarni Hrólfsson/Borgar Ólafsson - Subaru Impreza (N)
4 (#19) Óskar Sólmundsson/Valtýr Kristjánsson - Subaru Impreza (N)
5 (#6) Jóhannes V. Gunnarsson/Linda Karlsdóttir - MMC Lancer Evo 5 (N)
6 (#7) Eyjólfur D. Jóhannsson/Halldór G. Jónsson - Subaru Impreza (N)
7 (#20) Valdimar J. Sveinsson/Ingi Mar Jónsson - Subaru Impreza (N)
8 (#5) Sigurður Gunnarsson/Elsa Sigurðardóttir - Toyota Celica GT4 (N)
9 (#13) Fylkir A. Jónsson/Elvar Jónsson - Subaru Impreza (N)
10 (#10) Þórður Bragason/Magnús Þórðarson - Toyota Corolla (Max1)
11 (#9) Pétur S. Pétursson/Heimir S. Jónsson - Toyota Corolla (Max1)
12 (#33) Sæmundur Sæmundsson/Kristján Sæmundsson - Honda Civic (Max1)
13 (#31) Ólafur Baldursson/Sigurður Guðjónsson - Toyota Celica GT4 (N)
14 (#32) Sigurður Jónsson/Þröstur Ármannsson - Ford Escort (N)
15 (#21) Rafn Arnar Guðjónsson/Guðjón Rafnsson - Peugeot 306 (2000)
16 (#24) Sigmundur Guðnason/Jón A. Sigmundsson - Toyota Corolla (Max1)
17 (#27) Henning Ólafsson/Rúnar Eiríksson - Toyota Corolla (Max1)
18 (#30) Gunnar Hafsteinsson/Jóhann Hafsteinsson - Suzuki Swift (Max1)
19 (#35) Sigurður Rúnarsson/Arena Steinarsd. - Toyota Corolla (Max1)
20 (#36) Björn Guðmundsson/Þórey Erlendsd. - Toyota Corolla (Max1)
21 (#26) Örn Dali Ingólfsson/Óskar Jón Hreinsson - Trabant 601 (Max1)
               Jeppaflokkurinn ræsir 4 mínútum síðar

22 (#12) Hilmar B. Þráinsson/Vignir Vignisson - Grand Cherokee (J12)
23 (#14) Guðmundur O. Mckinstry/Hörður D. Mckinstry - Tomcat (J12)
24 (#11) Þorsteinn S. Mckinstry/Þórður A. Mckinstry - Tomcat (J12)
25 (#34) Ian Sykes/Frances Sykes - Land Rover (J12)
26 (#16) Guðmundur Sigurðsson/Ingimar Loftsson - MMC Pajero (J12)

Alþjóðarallið hefst á fimmtudag

Fimmtudagur 16. ágúst
Áfangi 1                   Fyrsti bíll
1 Djúpavatn suður.......17:50
2 Kleifarvatn norður.....18:30
3 Gufunes 1...............19:15
4 Gufunes 2...............19:55
   Service Smáratorg....20:15  
   Park Fermé..............21:48

Föstudagur 17. ágúst
Áfangi 2 
5 Hengill austur...........7:22
6 Lyngdalsheiði austur..8:01
7 Gunnarsholt 1..........9:49
8 Dómadalur 1............10:42
9 Hekla 1...................11:13
10 Skógshraun 1.........12:03
11 Geitasandur...........12:29
   Service break..........12:50  
   Parc farmé..............13:35          

Áfangi 3
12 Gunnarsholt 2..........14:19
13 Dómadalur 2............15:12
14 Hekla 2..................15:43
15 Skógshraun 2..........16:33
16 Geitasandur 2..........17:04
17 Gufunes 3...............19:00
18 Gufunes 4...............19:30
   Service Smáratorg.....19:50  
   Parc Farmé overnight..21:20          

Laugardagur 18. ágúst
Áfangi 4
19 Tröllháls/Uxahryggir...7:50
20 Kaldidalur.................9:45
21 Tröllháls..................10:40
22 Hengill vestur...........11:29
23 Geitháls..................12:00
24 Kleifarvatn suður......12:56
25 Djúpavatn norður......13:24
     Samansöfnun...........15:00          


Myndir frá Mælifellsdal

900_3899

Þá er albúmið úr Skagafirðinum loksins tilbúið og má skoða HÉR
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Allir með í Rally Reykjavík

Nú styttist í alþjóðlega rallið Pirelli Rally Reykjavík sem fram fer 16.-18. ágúst. Fyrri skráningarfrestur rennur út þann 3. ágúst nk. Breski herinn hefur ekki staðfest komu sína og þess vegna er um að gera að hvetja sem flesta til að renna rallýfákunum út úr bílskúrunum og taka þátt í þessari stærstu og bestu skemmtun sem akstursíþróttamenn halda á árinu.
Nánari upplýsingar á http://www.rallyreykjavik.net/

Spenna hlaupin í toppinn

siggi_isak_mm01

Sigurður Bragi og Ísak á fullri ferð niður Mælifellsdal

Spenna er hlaupin í Íslandsmótið í rallakstri en Sigurður Bragi og Ísak á Lancer Evo 7 sigruðu Shellsport Skagafjarðarrallið í dag. Þeir taka um leið forystu í Íslandsmótinu með 26 stig en Daníel og Ásta hafa 25 stig. Þau féllu úr leik í dag en eftir yfirburðaakstur á Mælifellsdal bilaði Lancerinn fyrir síðustu sérleiðina. Jón Bjarni og Borgar urðu í 2. sæti og Óskar og Valtýr þriðju. Nánari úrslit hafa ekki borist en koma vonandi síðar með myndum.

[UPPFÆRT: Byrjaður að henda inn myndum hér]


mbl.is Sigurður og Ísak sigruðu í Skagafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rásröð í Shellsport Skagafjarðarrallinu

1 (#1) Daníel Sigurðarson/Ásta Sigurðardóttir - Lancer Evo 6 (N)
2
(#3) Sigurður Bragi Guðmundsson/Ísak Guðjónsson - Lancer Evo 7 (N)
3
(#2) Jón B Hrólfsson/Borgar V Ólafsson - Subaru Impresa STI (N)
4
(#19) Óskar Sólmundsson/Valtýr Kristjánsson - Subaru Impresa WRX (N)
5
(#7) Eyjólfur Melsteð/Halldór G. Jónsson - Subaru Impresa STI (N)
6
(#20) Valdimar J. Sveinsson/Ingi M .Jónsson - Subaru Impresa 22b (N)
7
(#13) Fylkir A. Jónsson/Elvar S. Jónsson - Subaru Impresa WRX (N)
8
(#12) Hilmar B. Þráinsson/Vignir R Vignisson - Grand Cherokee (J12)
9
(#9) Pétur S Pétursson/Heimir Snær Jónsson - Toyota Corolla  (Max1)
10 (#10) Þórður Bragason/Magnús Þórðarson - Toyota Corolla (Max1)
11 (#16) Guðmundur S. Sigurðsson/Ingimar Loftsson - Pajero Dakar (J12)
12 (#29) Marían Sigurðsson/Jón Þór Jónsson - Ford Focus 2000 (2000)
13
(#24) Sigmundur Guðnason/Jón A. Sigmundsson - Toyota Corolla (Max1)
14 (#27) Henning Ólafsson/Anna B. Björnsdóttir - Toyota Corolla (Max1)
15 (#22) Helgi Óskarsson/Benedikt Helgason - Cherokee (J12)
16
(#26) Örn Ingólfsson/Óskar Jón Hreinsson - Trabant 601 (Max1)

Jóhannes og Linda fara ekki norður

joi_linda_althj06Jóhannes V. Gunnarsson og Linda Karlsdóttir munu ekki keppa í Shellsport Skagafjarðarrallinu sem hefst á morgun. Ákveðið var að Linda tæki aftur sæti sitt í Lancernum út árið en Eggert Magnússon sem hefur leyst hana af í ár er fjarverandi. Linda varð hins vegar fyrir slysi á heimili sínu í fyrrakvöld, hlaut heilahristing og slæmt mar, og er ekki búin að jafna sig.
“Slysin gera ekki boð á undan sér. Linda féll ofan af stól sem var uppi á lágum palli og lenti illa. Það fór þó betur en á horfðist og er hún óbrotin en illa marin,” sagði Jóhannes í samtali við Mótormynd.
“Við vorum búin að finna út úr vandamálinu með hegðun bílsins og það er slæmt að missa af æfingunni við að aka þetta rall en við mætum hress í Rally Reykjavík og verðum þá vonandi búin að endurbæta EVO enn frekar,” sagði Jóhannes.

Mótormynd sendir Lindu bestu batakveðjur.


Tímamaster fyrir Skagafjörð

lokad

Gefinn hefur verið út tímamaster vegna Shellsport Skagafjarðarrallsins á laugardag. Fyrsti bíll fer inn á Mælifellsdal kl. 10:00 og verður leiðin ekin tvisvar í hvora átt. Áhorfendasérleiðin á Nöfum verður ekin í tvígang, kl. 15:30 og 15:55.
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Leiðalýsing Skagafjarðarralli Shellsport

bilaklubburskagafjardarKeppnin er ræst frá Shell stöðinni Shellsport á Sauðárkróki, ekið suður Skagfirðingabraut og sem leið liggur út úr bænum og beygt til hægri (suðurs) inn á veg nr. 75 til Varmahlíðar áfram til suðurs gegnum Varmahlíð. Beygt til vinstri inn á veg 752 Mælifell ekið áfram til suðurs u.þ.b. 11 km þar sem beygt er til hægri inn á veg 751 Efribyggð. Beygt til vinstri inn á brú (Mælifellshnjúkur, Hveravellir 35) eftir u.þ.b. 1,7 km og þaðan ekið að upphafi sérleiðar u.þ.b 4,7 km frá brúnni. Sérleiðin um Mælifellsdal er 25 km og verður ekin tvisvar fram og til baka 4 sérleiðarhlutar, samtals 100 km.

Merkt hefur verið með rauðum lit á steina við upphaf og enda sérleiðar. Að loknum akstri um sérleiðir á Mælifellsdal er ekið til baka til Sauðárkróks og ekin sérleiðin Nafir sem verður kynnt nánar föstudagskvöldið 20. júlí eftir fund með keppendum.

Sauðárkróki 12. júlí 2007 BH


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Skagafjarðarrallið 2007

Skv. dagatali á Skagafjarðarrallið að fara fram um næstu helgi. Þar sem lia.is er horfinn af yfirborði jarðar þá veit maður bara ekkert hvað er í gangi með næsta rall. Endilega kommentiði hér fyrir neðan ef þið hafið einhverjar upplýsingar...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband