Færsluflokkur: Íþróttir

Þriðji sigur Daníels og Ástu

900_186_228754

Daníel og Ásta eru komin með ágætt forskot á Íslandsmótinu í rallakstri eftir þriðja sigur ársins. Þau sigruðu örugglega í Reykjanesrallinu um helgina, rúmum tveimur mínútum á undan Sigurði Braga og Ísak. Þriðju, í sinni fyrstu keppni á nýjum bíl, voru Eyjólfur og Halldór. Þeir högnuðust á óförum annarra keppenda en bæði Jón Bjarni og Borgar og Jóhannes og Eggert féllu úr leik.

Myndir frá fyrsta degi rallsins eru HÉR!

Lokastaðan í 3. umferð Pirelli mótaraðarinnar
1 - 56:36 mín. - Daníel Sigurðsson/Ásta Sigurðardóttir (N) Lancer Evo 6 
2 - 58:41 mín. - Sigurður B. Guðmundsson/Ísak Guðjónsson (N) Lancer Evo 7 
3 - 1:00:48 klst. - Eyjólfur Jóhannsson/Halldór G. Jónsson (N) Subaru Impreza STI 
4 - 1:03:27 klst. - Óskar Sólmundarson/Valtýr Kristjánsson (N) Subaru Impreza
5 - 1:03:31 klst. - Sigurður Gunnarsson/Elsa Sigurðardóttir (N) Toyota Celica GT4 
6 - 1:06:18 klst. - Pétur S Pétursson/Heimir S Jónsson (Max 1) Toyota Corolla 
7 - 1:06:36 klst. - Guðmundur O. Mckinstry/Hörður Darri McKinstry (J12) Tomcat 
8 - 1:09:48 klst. - Jón Þór Jónsson/Stefnir Örn Sigmarsson (2000) Ford Focus


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Ísak keppti í sínu 70. ralli

siggiisak07

2. umferð Íslandsmótsins í rallakstri fór fram um síðustu helgi. Daníel og Ásta sigruðu í keppninni og næstir þeim komu Sigurður Bragi og Ísak. Keppnin á laugardag var áfangi á ferli Ísaks því hann var að keppa í sinni 70. keppni. Af þessum sjötíu röllum sem hann hefur startað hefur hann náð að klára 55 röll.
Ísak er þrefaldur Íslandsmeistari. Árið 1996 sigraði hann í Norðdekkflokki ásamt Hirti P. Jónssyni. Þeir urðu Íslandsmeistarar í eindrifsflokki 1997 og árið 2005 var Ísak Íslandsmeistari yfir heildina ásamt Sigurði Braga Guðmundssyni.
Úrslitin úr rallinu eru á excelskjali hér að neðan og til valstikunni til vinstri má sjá stöðuna á Íslandsmeistaramótinu.
mbl.is Daníel og Ásta sigruðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Myndir úr vorralli komnar

900_186

Myndir úr vorrallinu eru komnar inn HÉRNA


Kominn heim

Skrapp til Aþenu eftir síðasta rall en er kominn heim og mun uppfæra síðuna með myndum af Lyngdalsheiði og einhverju fleiru um helgina. Fylgist "spennt" með.

Rallydagatal 2007

5. maí - BÍKR Sprettur
19. maí - BÍKR Rally
8.-9. júní - AÍFS Rally
20.-21. júlí - BS Rally
16.-18. ágúst - Rally Reykjavík
29. sept - BÍKR rally

Myndirnar komnar

900_225

Jæja, ekki seinna vænna. Myndirnar eru allar komnar í albúmið.
Takið eftir því að það er hægt að kommenta á myndirnar. Það væri gaman ef áhafnirnar myndu deila því með okkur hvað er að gerast á myndunum.


Myndir væntanlegar

danniasta_spr07

Myndir væntanlegar! Fylgist með! Wink

Staðan í Íslandsmótinu 2007

Uppfært 22. ágúst 2007

Ökumenn heildin
Daníel Sigurðsson 37,5 stig
Jón Bjarni Hrólfsson 35 stig
Sigurður Bragi Guðmundsson 26 stig
Óskar Sólmundarson 25 stig
Hilmar B. Þráinsson 17,25 stig

Aðstoðarökumenn heildin
Ásta Sigurðardóttir 37,5 stig
Borgar Ólafsson 35 stig
Ísak Guðjónsson 26 stig 
Valtýr Kristjánsson 25 stig
Elvar Jónsson 15,5 stig

Ökumenn 2000 flokkur 
Pétur S. Pétursson 53,5 stig
Þórður Bragason 24 stig
Henning Ólafsson 23,5 stig
Gunnar F. Hafsteinsson 19 stig
Örn Ingólfsson 16,75 stig

Aðstoðarökumenn 2000 flokkur 
Heimir S. Jónsson 53,5 stig
Magnús Þórðarson 24 stig
Jóhann H. Hafsteinsson 19 stig
Óskar Jón Hreinsson 16,75 stig
Anna Birna Björnsdóttir 16 stig

Ökumenn Max 1 flokkur
Pétur S. Pétursson 57,5 stig
Henning Ólafsson 27,5 stig
Örn Ingólfsson 21,75 stig
Sigmundur V. Guðnason 14 stig
Þórður Bragason 14 stig

Aðstoðarökumenn Max 1 flokkur
Heimir S. Jónsson 57,5 stig
Óskar Jón Hreinsson 21,75 stig
Anna Birna Björnsdóttir 20 stig
Jón A. Sigmundsson 14 stig 
Magnús Þórðarson 14 stig

Ökumenn Jeppaflokkur
Hilmar B. Þráinsson 42,5 stig
Guðmundur S. Sigurðsson 24 stig
Guðmundur Orri Mckinstry 23,5 stig
Helgi Óskarsson 14 stig
Þorsteinn Mckinstry 14 stig

Aðstoðarökumenn Jeppaflokkur
Vignir R. Vignisson 32,5 stig
Hörður Darri Mckinstry 23,5 stig
Ingimar Loftsson 24
Þórður Andri Mckinstry 14 stig
Stefán Þór Jónsson 10 stig


Fyrsta ralli ársins lokið

joiv_spr07
Keppnin í dag er vísir að frábæru keppnistímabili. Bílaflotinn er nú þannig að aldrei hafa jafn margar áhafnir verið líklegar til árangurs. Menn þurfa þó greinilega að spýta í lófana ætli menn sér að narta í afturdekkin á Danna.
Myndasería frá rallinu er væntanleg inn á síðuna en mynd dagsins á Jói V og fær hann tvímælalaust tilþrifaverðlaun Mótormyndar fyrir þessa keppni. Fylgist með!

Lokastaðan í 1. umferð Pirelli mótaraðarinnar
1 - 28:20 mín. - Daníel Sigurðsson/Ásta Sigurðardóttir (N) MMC Lancer Evo 6
2 - 30:14 mín. - Óskar Sólmundarson/Valtýr Kristjánsson (N) Subaru Impreza WRX
3 - 30:24 mín. - Jón Bjarni Hrólfsson/Borgar Ólafsson (N) Subaru Impreza STI
4 - 30:57 mín. - Valdimar J. Sveinsson/Ingi Már Jónsson (N) Subaru Impreza GT
5 - 31:14 mín. - Jóhannes V. Gunnarsson/Eggert (N) MMC Lancer Evo 5
6 - 32:17 mín. - Sigurður Ó. Gunnarsson/Elsa Sigurðardóttir (N) Toyota Celica GT4
7 - 33:28 mín. - Pétur S. Pétursson/Heimir S. Jónsson (Max 1) Toyota Corolla
8 - 33:53 mín. - Þorsteinn Mckinstry/Þórður A. Mckinstry (J12) Tomcat
mbl.is Systkinasigur í fyrsta ralli ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Límmiðar á bíla

Síðustu ár hafa nokkrir vel valdir bílar verið merktir með Mótormyndarlímmiðum. Ég vona að menn vilji hjálpa mér að vekja athygli á vefnum með þessum hætti. Á móti verða myndirnar mínar vonandi til þess að auka athygli bifreiðanna. Já, win-win fyrir alla.
Nú eru komnir í umferð nýjir límmiðar með lógóinu, sem sjá má í hausnum á síðunni. Hafi menn sérþarfir með stærð og liti þá bið ég ykkur endilega að senda mér línu á sandvik@internet.is. Vonandi verð ég búinn að græja miðana á fimmtudag - eða þá fyrir ræsingu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband