Færsluflokkur: Íþróttir

Hulk ómeiddur eftir útafakstur

0,,5455946,00 Ástralski leikarinn Eric Bana, sem þekktastur er fyrir að leika græna risann Hulk, slapp ómeiddur eftir óhapp í rallkeppni í heimalandi sínu á dögunum. Bana var að keppa í Targa Tasmania rallinu á uppgerðum Ford Falcon árgerð 1973. Hann fór útaf í þröngri vinstri beygju og lenti á tré. "Þetta var frábær dagur fyrir okkur þangað til við lentum í þessu óhappi," segir Bana. "Ég misreiknaði þrönga vinstri beygju og fór einfaldlega of hratt. Ég missti bílinn útaf og inn í trén. Bíllinn er dálítið lemstraður eftir þetta og það er synd og skömm. Það var búið að leggja margar vinnustundir í að gera hann upp en þetta er eitthvað sem getur alltaf gerst í mótorsporti," sagði Bana eftir keppnina.

Stórfréttir úr rallheiminum!

Já, fréttirnar verða varla stærri! RÚV sýndi áðan 1:44,2 mínútur af myndefni frá WRC í Portúgal!
Til hamingju Ísland!

(PS. Hef ekki uppfært síðuna vegna fjarveru, en það stendur til bóta)


Strákarnir okkar

c_documents_and_settings_user_desktop_siguroarson09_163669

Strákarnir okkar, Daníel og Ísak, sem kepptu í kyrrþey í Skotlandi um helgina. Þeir náðu eftirtektarverðum árangri, þrátt fyrir að hafa fallið úr keppni, og stefna ótrauðir á næsta mót í Englandi í byrjun maí.

Viftureim varð víkingunum að falli

border_counties_rally_2007_0650Daníel og Ísak féllu úr leik á 6. sérleið Border Counties rallsins í Skotlandi í dag. Þeir voru í 19. sæti þegar þeir féllu úr keppni. Viftureim gaf sig í Lancernum á 6. sérleið, þeir kláruðu leiðina en hættu svo keppni.

Steve Perez og Claire Mole sigruðu í rallinu á Ford Focus WRC. Philip og Simon Morrow sigruðu í N4 flokknum á Lancer Evo 9.

1. sérl. Ogre Hill: 7:48,2 mín. 22. besti tími leiðar. 22. sæti í heild. 15. sæti í N4.
2. sérl. Redesdale 1: 4:10,4 mín.  17. besti tími leiðar. 21. sæti í heild. 13. sæti í N4.
3. sérl. Simonside: 11:52,9 mín. 24. besti tími leiðar. 22. sæti í heild. 15. sæti í N4.
4. sérl. Redesdale 2: 4:12,4 mín (+10 sek refs.). 24. besti tími leiðar. 22. sæti í heild. 15. sæti N4.
5. sérl. Pennine Way: 8:14,8 mín. 21. besti tími leiðar. 22. sæti í heild. 15. sæti í N4.
6. sérl. Bellingburn: 9:17,0 mín. 24. besti tími leiðar. 19. sæti í heild. 13. sæti í N4.
Dottnir úr leik fyrir 7. sérleið. Farin viftureim


Daníel og Ísak komnir til Jedburgh

sunseeker_rally_2007_0604 Á morgun, laugardag, fer fram önnur umferðin í skosku meistarakeppninni í ralli, Brick & Steel Border Counties rallið 2007. Meðal keppenda eru Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson en þeir eru nú komnir til Jedburgh, sem er lítill bær um 80 km sunnan við Edinborg. Miðstöð rallsins er í þessum rúmlega 4000 manna bæ en rallið er ekið í skógunum í kringum Jedburgh á landsvæði sem kallast Scottish Borders.
"Það er alveg pottþétt að við ætlum að gefa allt í þetta rall. Með góðum árangri í þessu ralli ætti að opnast leið til að klára tímabilið í Bretlandi," segir Daníel. "Við erum búnir að skoða leiðirnar á video og þýða nóturnar yfir á íslensku. Þetta lítur eiginlega frekar "scary" út. Vegirnir eru mjóir og bannað að kíkja útaf eða gera mistök. Vegurinn liggur uppi á öxl og eru margir margir metrar niður beggja vegna vegarins og skógur til beggja handa."
Þeir félagar eru með rásnúmer 38. Fyrsti bíll verður ræstur af stað kl. 8:31 að staðartíma í fyrramálið. Átta sérleiðir verða eknar og er sú lengsta 20 km löng. Rallinu lýkur um kl. 15:00. Undanfarna daga hefur snjóað á svæðinu og segja heimamenn aðstæðurnar svipaðar og í fyrra en þá féll u.þ.b. helmingur keppenda úr leik. Alls eru 132 áhafnir skráðar til leiks.
Mótormynd mun fylgjast með stöðu mála á morgun og uppfæra stöðuna eftir fremsta megni.

Daníel og Ísak boðin þátttaka í meistarakeppni Mitsubishi

leid9_5_img_1592_smallDaníel Sigurðssyni og Ísak Guðjónssyni hefur verið boðin þátttaka í meistarakeppni Mitsubishi, Evo Challenge, í Bretlandi. Þetta er keppni sem samanstendur af átta röllum á árinu, sex malarröllum og tveimur malbiksröllum.
Verðlaunafé er í öllum mótum, til fyrstu fimm áhafnanna. Sú  áhöfn sem sigrar heildarkeppnina mun keppa í bresku meistarakeppninni fyrir hönd Mitsubishi, á nýjum bíl með verksmiðjustuðning og fá mjög vegleg peningaverðlaun að auki.
"Það eitt að fá þetta boð er mikil viðurkenning. Í dag eru á þriðja tug áhafna í þessari keppni og allir eru á nýjustu gerð af Mitsubishi," segir Daníel Sigurðsson á bloggsíðu Hipporace. "Þetta þýðir að bíllinn okkar er ekki beint samkeppnishæfur við hina en stefnan er að gera sitt besta. Við höfum ákveðið að taka þátt í næstu tveimur keppnum í mótaröðinni. Það er rallið í Skotlandi eftir tíu daga og svo malbiksrall á eyjunni Mön í byrjun maí.

Nánar um keppnina HÉR


Daníel og Ísak ætla aftur út

leid1_1_img_0941_smallDaníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson hafa sett stefnuna á næstu umferð bresku meistarakeppninnar í ralli sem fram fer í Skotlandi 24. mars nk. Frá þessu er sagt á nýrri bloggsíðu Hipporace liðsins.
Þeir félagar kepptu í síðustu umferð keppninnar, Sunseeker rally, í lok febrúar og luku keppni í 31. sæti sem verður að teljast ásættanlegur árangur. Gengi þeirra félaga var þó nokkuð brösótt í því móti og því verður að teljast raunhæft að ljúka keppni mun hærra á töflunni með stöðugum akstri í næstu keppni.

Heimasíða keppninnar er HÉR.


Mikil keppni um þriðja sætið

Annar leggur Corona Mexico rallsins einkenndist af mikilli keppni um þriðja sætið milli Dani Sordo, Mikko Hirvonen og Chris Atkinson. Atkinson var annar eftir fyrsta keppnisdag en nýji Subaruinn glímdi við túrbínuvandræði og Atkinson lauk deginum í fimmta sæti. Sordo er þriðji, 2,8 sekúndum á undan Hirvonen.
Heimsmeistarinn Sebastian Loeb keyrði af öryggi í dag og hélt fyrsta sætinu. Marcus Grönholm, sem var í 5. sæti eftir fyrsta keppnisdaginn fór fyrstur inn á leiðarnar í dag, í hlutverki götusóparans. Þrátt fyrir það vann hann sig upp í 2. sætið og er nú rúmri mínútu á eftir Loeb.
Í síðustu stigasætunum sitja nú Manfred Stohl, Jari-Matti Latvala og Matthew Wilson.
Petter Solberg er féll úr leik í gær með bilaðan bíl en bróðir hans, Henning, er í 9. sæti eftir að hafa velt bíl sínum í dag.
Fjórar síðustu sérleiðir rallsins verða eknar á morgun, sunnudag.


mbl.is Loeb hefur mínútu forskot á Grönholm í Mexíkó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband