Gleðiefni að menn setjist ekki á ellibekk

Skilti_rallyAlmennur félagsfundur hjá BÍKR var haldinn í síðustu viku. Mæting á fundinn var þokkaleg en þó hefðu fleiri keppendur mátt láta sjá sig. "Fundurinn var góður, keppnisdagatal frá hendi BÍKR var klárað og hefur verið sent LÍA," segir Jóhannes V. Gunnarsson, formaður BÍKR. "Það var farið yfir það sem hefur áunnist á árinu.

Það var t.d. góð þátttaka í Rally Reykjavík í ár eða rúmlega tvöföldun innlendra áhafna. Við stefnum á að brjóta þrjátíu bíla múrinn 2008 og jafnvel 40 í Rally Reykjavík. Við fórum hlutfallslega upp um vel það núna í sumar."

Jóhannes segir að rallið sé að ná góðum bata en menn geti hiklaust sett markið hærra. "Við erum sífellt að vinna að bættu keppnishaldi og kynningarmál verða áherslumál 2008. Það er von er á nokkrum nýjum bílum og margir eru til sölu," segir Jóhannes. "Það sem er líka gleðiefni að keppendur eru að selja til að kaupa annan bíl en ekki til að setjast á ellibekk eins og of margir hafa gert alltof snemma."

Meðal atriða sem rædd voru á fundinum voru mál eindrifsflokks 2WD, og verða litlar breytingar á fyrirkomulaginu þar. 1600 og 2000 flokkar verða þó aðskildir þar sem sameiginlegt fyrirkomulag var ekki að virka í ár. Jóhannes segir að þetta sé atriði sem LÍA þarf að skoða þetta atriði betur.
Einnig kom upp sú hugmynd að "nýliði" teljist ökumaður sem ekið hefur 12 keppnir eða færri óháð bíl. Þeir sem ekki teljist nýliðar myndu þá keppa í 2000 flokki þó að þeir aki t.d. 1600 bíl.

Afmælishátíð BIKR verður 10. nóvember og nánar auglýst síðar. Allir eru velkomnir í boði klúbbsins. Síðan var útrásin rædd og er stjórn BÍKR að skoða hvernig hægt er að ná samstarfi við Flóðhestana, báðum til góða.

Drög að rallydagatali fyrir 2008 (sent LÍA)
1.umf. - 17. maí - Reykjanes
2.umf. - 7. júní - BÍKR
3.umf. - 5. júlí - Stykkishólmur/Snæfellsnes
4.umf. - 26. júl - Skagafjörður
5.umf. - 21.-23. ágúst - Rally Reykjavík
6.umf. - 27. sep - BÍKR


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband