Færsluflokkur: Íþróttir
28.11.2009 | 20:37
Hér gæti fæðst myndasafn
2009
Sandspyrna í Ölfusi 5. september
2008
Glæsivagnar frá Selfossi í Fífunni 3. maí
Vorrall BÍKR 17. maí
Torfæra á Hellu 25. maí
Rally Reykjavik 21. ágúst
HERO fornbílaþrautin 6. september
Torfæra í Kollafirði 11. september
Íþróttir | Breytt 6.12.2009 kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2007 | 11:42
Daníel og Ísak í Ofveðursrallinu
Félagarnir Daníel Sigurðsson og Ísak Guðjónsson keppa í dag í Tempest rallinu í Aldershot á Englandi. Fyrstu sérleið er nú lokið og byrjaði dagurinn ekki vel. Eftir 1 km losnuðu vatnskassafestingar eftir harkalega lendingu. Þeir voru því í síðasta sæti að lokinni fyrstu sérleið, tæpum sex mínútum á eftir fyrsta bíl. Service var að lokinni 2. leið og því þurftu þeir að lulla hana, en tóku þó framúr tveimur Land Rover bifreiðum.
Eftir að hafa komið bifreiðinni í samt lag hafa þeir tekið vel á því og verið með 6.-10. besta tíma á sérleiðum. Það er því ljóst að tíminn sem tapaðist á fyrstu sérleiðum dagsins var mjög dýrmætur - annars væru þeir í toppbaráttunni. Reyndar hefur það lítið að segja í heildina séð þar sem þeir eru dæmdir úr keppni fyrir að fá maxtíma á 1. sérleið. Þeir fá hins vegar að keyra allt rallið og er það gott innlegg í reynslubankann.
Sérleiðatímar
1 - Ash 1 - 12:00 mín. (Maxtími) - (44. besti, 44. sæti)
2 - Longmoor 1 - 7:37 mín. - (17. besti, 41. sæti)
3 - Rushmoor 1 - 2:35 mín. - (24. besti, 39. sæti)
4 - Yateley 1 - 3:26 mín. - (6. besti, 30. sæti)
5 - Warren 1 - 5:54 mín. - (7. besti, 26. sæti)
6 - Ash 2 - 6:33 mín. (10. besti, 24. sæti)
7 - Longmoor 2 - 7:12 mín. (7. besti, 24. sæti)
8 - Rushmoor 2 - 2:20 mín. (6. besti, 23. sæti) + 1:00 mín í refsingu.
9 - Yateley 2 - 3:31 mín. (9. besti)
10 - Warren 2 - 6:13 mín. (10. besti)
Íþróttir | Breytt 13.11.2007 kl. 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 23:14
Gleðiefni að menn setjist ekki á ellibekk
Almennur félagsfundur hjá BÍKR var haldinn í síðustu viku. Mæting á fundinn var þokkaleg en þó hefðu fleiri keppendur mátt láta sjá sig. "Fundurinn var góður, keppnisdagatal frá hendi BÍKR var klárað og hefur verið sent LÍA," segir Jóhannes V. Gunnarsson, formaður BÍKR. "Það var farið yfir það sem hefur áunnist á árinu.
Það var t.d. góð þátttaka í Rally Reykjavík í ár eða rúmlega tvöföldun innlendra áhafna. Við stefnum á að brjóta þrjátíu bíla múrinn 2008 og jafnvel 40 í Rally Reykjavík. Við fórum hlutfallslega upp um vel það núna í sumar."
Jóhannes segir að rallið sé að ná góðum bata en menn geti hiklaust sett markið hærra. "Við erum sífellt að vinna að bættu keppnishaldi og kynningarmál verða áherslumál 2008. Það er von er á nokkrum nýjum bílum og margir eru til sölu," segir Jóhannes. "Það sem er líka gleðiefni að keppendur eru að selja til að kaupa annan bíl en ekki til að setjast á ellibekk eins og of margir hafa gert alltof snemma."
Meðal atriða sem rædd voru á fundinum voru mál eindrifsflokks 2WD, og verða litlar breytingar á fyrirkomulaginu þar. 1600 og 2000 flokkar verða þó aðskildir þar sem sameiginlegt fyrirkomulag var ekki að virka í ár. Jóhannes segir að þetta sé atriði sem LÍA þarf að skoða þetta atriði betur.
Einnig kom upp sú hugmynd að "nýliði" teljist ökumaður sem ekið hefur 12 keppnir eða færri óháð bíl. Þeir sem ekki teljist nýliðar myndu þá keppa í 2000 flokki þó að þeir aki t.d. 1600 bíl.
Afmælishátíð BIKR verður 10. nóvember og nánar auglýst síðar. Allir eru velkomnir í boði klúbbsins. Síðan var útrásin rædd og er stjórn BÍKR að skoða hvernig hægt er að ná samstarfi við Flóðhestana, báðum til góða.
Drög að rallydagatali fyrir 2008 (sent LÍA)
1.umf. - 17. maí - Reykjanes
2.umf. - 7. júní - BÍKR
3.umf. - 5. júlí - Stykkishólmur/Snæfellsnes
4.umf. - 26. júl - Skagafjörður
5.umf. - 21.-23. ágúst - Rally Reykjavík
6.umf. - 27. sep - BÍKR
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 21:00
Bara aulaskapur í mér
"Já, það var leiðinlegt að valda öllum vonbrigðum í dag. Ég veit að það er fylgst vel með okkur heima og það er okkur ómetanlegt," sagði Daníel þegar Mótormynd náði í skottið á honum eftir rallið í dag. "Þessi útafakstur var bara aulaskapur í mér. Ég vanmat vinstri U beygju, bíllinn tekur ekki á afturhjólunum ef framhjólin spóla og þess vegna gátum við ekki bakkað. Við fórum kannski einn meter útaf með framhjólin, í fyrsta gír," segir Daníel en bætir við; "maður lærir svo lengi sem maður lifir."
[Myndina tók Gerða hipporace.blog.is]
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 13:09
Daníel og Ásta úr leik
Þau voru í 4. sæti í MMC Evo Challenge þegar þau féllu úr leik, 4 sekúndum frá 3. sætinu.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2007 | 11:06
Daníel og Ásta í feikna formi
Daníel og Ásta Sigurðarbörn eru í 9. sæti að loknum þremur sérleiðum í Bulldog rallinu sem fram fer í Wales í dag. Þau náðu 8. besta tíma á sérleið 2 sem hlýtur að teljast frábært. Þetta er mikill sekúnduslagur en þau eru 3,9 sek frá 8. sætinu og 13,9 sek frá 11. sæti.
Í Mitsubishi Evo Challenge eru þau í 4. sæti, 3,9 sek á eftir Nik Elsmore.
Andrew Burton og Marcus Dodd berjast um sigurinn í rallinu og skilur aðeins 0,1 sekúnda þá að eftir þrjár sérleiðir. Daníel er 2:29,4 mín á eftir Burton.
Sérleiðatímar:
1 - Dyfnant - 9:32,2 - (14. besti, 14. sæti)
2 - Dyfi Main 1 - 15:20,8 - (8. besti, 10. sæti)
3 - Pantperthog - 8:19,5 mín. - (10. besti, 9. sæti)
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 23:22
Daníel og Ásta í Bolabítsrallinu
Bulldog rallið fer fram í Wales á morgun en meðal keppenda eru Daníel og Ásta Sigurðarbörn. Daníel er að keppa á Bretlandi í fimmta skipti á árinu en Ásta í þriðja sinn. Þetta er ein vinsælasta keppnin á breska rallydagatalinu og þrátt fyrir að úrslitin séu ráðin í flestum flokkum sem keppt er í þá er þátttakan góð og keppendur bíða í ofvæni, líkt og íbúar smáþorpsins Oswestry, þaðan sem rallið er ekið.
Eknar verða sex sérleiðir í nágrenni Oswestry. Keppni hefst kl. 8:03 að íslenskum tíma og fyrsti bíll er ræstur inn á síðustu sérleið kl. 14:42.
Hægt er að fylgjast með sérleiðatímum hér.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.10.2007 | 11:54
Daníel og Ásta luku keppni í 15. sæti
Daníel og Ásta Sigurðarbörn luku keppni í 15. sæti í Yorkshire rallinu sem fram fór á Englandi í dag. Að loknum sex sérleiðum voru þau búin að vinna sig upp í 10. sæti en á 7. sérleið brotnaði spyrna í bílnum og þau gátu ekki gert við fyrr en í service eftir 8. sérleið. Þau töpuðu því miklum tíma á 7. og 8. sérleið. Auk þess fengu þau 5:50 mínútna refsingu milli sérleiða átta og níu sem felldi þau niður í 20. sæti. Í lokin spýttu þau í lófana og bættu sig mjög á leiðum sem eknar höfðu verið um morguninn. Þau náðu tíunda besta tíma á síðustu sérleiðinni og hífðu sig þar með upp í 15. sætið. Þá urðu þau í 6. sæti í EVO-Challenge keppninni.
Guy Wilks og Phil Pugh fóru með sigur af hólmi, en þeir aka MMC Lancer. Wilks sigraði á átta af ellefu sérleiðum keppninnar.
Hér má skoða gengi þeirra Daníels og Ástu, og sömuleiðis á http://www.rallyyorkshire.co.uk
Sérleiðatímar
1 - Givedale 1 - 13,93 km - 13:39,8 mín. (14. besti og 14. sæti)
2 - Housedale 1 - 8,13 km - 8:35,4 mín. (13. besti og 15. sæti)
3 - Gale Rigg 1 - 7,08 km - 7:16,2 mín. (15. besti og 15. sæti)
4 - Cropton 1 - 9,68 km - 9:29,1 mín. (17. besti og 13. sæti)
5 - Showground - 0,46 km - 0:38,9 mín. (13. besti og 13. sæti)
6 - Langdale - 16,5 km - 14:45,2 mín (13. besti og 10. sæti)
7 - Staindale - 5,47 km - 6:47,2 mín. (28. besti og 15. sæti)
8 - Givendale 2 - 13,93 km - 15:43,8 mín. (24. besti og 17. sæti)
9 - Housedale 2 - 8,13 km - 8:31,0 mín. (11. besti og 20. sæti)
10 - Gale Rigg 2 - 7,08 km - 7:03,4 mín. (11. besti og 18. sæti)
11 - Cropton 2 - 9,68 km - 9:12,3 mín. (10. besti og 15. sæti)
Íþróttir | Breytt 8.10.2007 kl. 02:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.10.2007 | 02:11
Fínt viðtal við Danna í Blaðinu
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 02:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
6.10.2007 | 01:21
Daníel og Ásta keppa í Jórvíkurskíri
Íslandsmeistararnir í rallakstri, Daníel og Ásta Sigurðarbörn, keppa í dag í Rally Yorkshire í Jórvíkurskíri á Englandi. Eknir verða 165 km á einum degi en keppnin er sjöunda og næstsíðasta umferðin í bresku EVO-Challenge keppninni.
"Þetta rallý er geysilega langt og strangt fyrir áhafnir og bíla," segir Daníel. "Leiðirnar eru ofboðslega hraðar en fyrsta og síðasta markmið okkar er að klára og ná okkur í myndefni og reynslu fyrir næsta ár. Þá er stefnan sett á að keppa allt tímabilið úti og vera í toppbaráttunni."
Þess má geta að Ásta heldur upp á 18 ára afmælið sitt í dag og óskar Mótormynd henni til hamingju með daginn.
Fylgjast má með gangi mála í rallinu á http://www.rallyyorkshire.co.uk
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)